Segir Gordon hafa mátt heimsækja Bobbi

Bobbi Kristina Brown ásamt Nick Gordon í byrjun janúar á …
Bobbi Kristina Brown ásamt Nick Gordon í byrjun janúar á þessu ári. EPA

Enn er deilt um hvort kærasti Bobbi Kristinu Brown, Nick Gordon, fái að heimsækja hana á sjúkrahús í Atlanta í Georgíu þar sem hún hefur dvalið frá 31. janúar sl.  Líkt og áður hefur komið fram fannst Bobbi meðvitundarlaus í baðkari á heimili þeirra og berst nú fyrir lífi sínu.

Lögfræðingur Bobby Brown, föður Bobbi, sendi frá sér tilkynningu á laugardagskvöld þar sem hann sagði að Gordon hefði fengið tækifæri til að heimsækja hana gegn ákveðnum skilyrðum. Lögfræðingar Gordon mæltu aftur á móti með því að hann hafnaði boði þeirra.

Í frétt AP-fréttastofunnar segir að Gordon hafi ítrekað boðist til að ræða málið við Brown en ekki í gegnum lögfræðinga þeirra.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar