MR enn og aftur í úrslit Gettu betur

Björn Bragi Arnarsson er spyrill í keppninni og dómarar og …
Björn Bragi Arnarsson er spyrill í keppninni og dómarar og spurningahöfundar eru þau Margrét Erla Maack og Steinþór Helgi Arnsteinsson ásamt Birni Teitssyni. Ljósmynd/RÚV

Menntaskólinn í Reykjavík hafði í kvöld betur gegn Menntaskólanum við Hamrahlíð í undanúrslitum Gettu Betur. Lokastaðan var 31:25 og mun MR annað hvort mæta Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi eða Fjölbrautaskóla Garðabæjar en þeir skólar eigast við í næstu viku.

Keppnin var æsispennandi frá upphafi en aðeins munaði einu stigi á liðunum eftir hraðaspurningarnar. Í þríhöfðanum, þar sem liðin geta fengið eitt, tvö eða þrjú stig fékk MH tvö stig en MR aðeins eitt sem jók bilið á milli liðanna í tvö stig. MH hélt 2ja stiga forystu fram að tíundu bjölluspurningu þegar MR jafnaði 23 - 23. Staðan í lok bjölluspurninganna var 25 stig fyrir MR gegn 23 stigum MH og níu stig í pottinum. MH náði að jafna í annarri vísbendingu fyrri vísbendingaspurningarinnar en MR krækti sér í þrjú stig með því að svara síðari vísbendingaspurningunni í fyrstu atrennu og var þar með komið yfir 28 - 25. MH átti kost á að jafna í þríþrautinni en tókst ekki, MR svaraði þeirri spurningu rétt og fékk fyrir þrjú stig og sigurinn þar með í höfn 31 stig gegn 25 stigum MH

Síðari viðureign undanúrslita er á milli Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskólans í Garðabæ og fer hún fram miðvikudaginn 4. mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson