Vilja leyfa gæludýr í Strætó

Það myndi muna miklu fyrir marga gæludýraeigendur ef gæludýr væri …
Það myndi muna miklu fyrir marga gæludýraeigendur ef gæludýr væri leyfð í vagna Strætó. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það eru sjálfsögð réttindi fólks að taka með sér gæludýr í strætó,“ segir Andri Kárason sem setti undirskriftalista um að leyfa gæludýr í strætisvagna Strætó á laggirnar.

„Gæludýrahald hefur góð áhrif á geðheilsu fólks en núverandi fyrirkomulag, bæði varðandi húsnæði, samgöngur og opinbera staði kemur í veg fyrir að dýraeigendur geti veitt dýrunum sínum það góða líf sem þau eiga skilið,“ skrifar Andri sem telur eðlilegt að ráðamenn Strætó fari að líta til annarra Evrópulanda og búi til reglur er myndu gilda varðandi gæludýr í strætisvögnum á Íslandi.

„Sem dæmi, þá er leyfilegt að taka með sér hund í taum í almenningssamgöngur í London án aukagjalds, nema bílstjóra finnist vera ógn af dýrinu eða hann haldi að dýrið gæti valdið öðrum farþegum óþægindum,“ útskýrir Andri.

Rúmlega 700 undirskriftir hafa safnast. Markmiðið er þá að ná 5.000 undirskriftum fyrir 20. mars og þá verður listanum skilað inn til Strætó. Undirskriftalistann má nálgast hérna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar