Tilgangslaust að spyrja „Af hverju?“

Robin Williams var minnst á Óskarsverðlaunahátíðinni síðustu helgi.
Robin Williams var minnst á Óskarsverðlaunahátíðinni síðustu helgi. AFP

Zelda Williams, dóttir leikarans og grínistans Robin Williams, hefur tjáð sig um dauða föður síns í viðtali við Today Show NBC. Hún segir tilgangslaust að spyrja hvers vegna Williams svipti sig lífi, en viðurkennir að hennar bíði mikið verk við að endurheimta gleðina í lífinu.

„Við höfum enga skýringu,“ segir Zelda um ástæðu sjálfsvígs föður síns. „Það hefur engan tilgang að velta því fyrir sér... að kenna sjálfum sér um eða heiminum. Þetta gerðist.“

Hún segir að það muni útheimta mikla vinnu að leyfa sjálfri sér að lifa skemmtilegu, hamingjuríku lífi á ný, en það sé mikilvægt. „Hver sá sem hefur misst einhvern vinnur ötullega að því að viðhalda þeirri minningu á jákvæðan hátt,“ segir hún.

Fjölmiðlar hafa sagt frá því að Williams hafi háð erfiða baráttu við þunglyndi þegar hann lést. Dóttir hans, sem er 25 ára gömul, segir marga finna fyrir því að hann sé farinn.

„Sú hlið hans sem fólk þekkti og unni... eru þær persónur sem hann hafði svo gaman af því að vera,“ segir Zelda. „Ég held að það sé það sem margir munu minnast. Það mun ekki hverfa. Þeir þekktu pabba eins og hann var stoltur af því að vera þekktur. Hlátur var honum afar mikilvægur.“

Zelda segir föður sinn hins vegar einnig hafa verið yfirvegaðan, hlédrægan og útaf fyrir sig. Hvað varðar hennar eigin minningar um leikarann ástsæla, segir hún þær indælar og að hún kunni því vel að eiga þær fyrir sig.

Í viðtalinu segir Zelda frá því að skömmu eftir að faðir hennar lést, fékk hún sér tattú af kólibrífugli. „Mér líkar við kólibrífugla. Þeir eru skemmtilegir og kvikir og furðulegir. Það er erfitt að halda þeim á einum stað og pabbi var dálítið þannig,“ segir hún.

BBC sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup