Tilgangslaust að spyrja „Af hverju?“

Robin Williams var minnst á Óskarsverðlaunahátíðinni síðustu helgi.
Robin Williams var minnst á Óskarsverðlaunahátíðinni síðustu helgi. AFP

Zelda Williams, dótt­ir leik­ar­ans og grín­ist­ans Robin Williams, hef­ur tjáð sig um dauða föður síns í viðtali við Today Show NBC. Hún seg­ir til­gangs­laust að spyrja hvers vegna Williams svipti sig lífi, en viður­kenn­ir að henn­ar bíði mikið verk við að end­ur­heimta gleðina í líf­inu.

„Við höf­um enga skýr­ingu,“ seg­ir Zelda um ástæðu sjálfs­vígs föður síns. „Það hef­ur eng­an til­gang að velta því fyr­ir sér... að kenna sjálf­um sér um eða heim­in­um. Þetta gerðist.“

Hún seg­ir að það muni útheimta mikla vinnu að leyfa sjálfri sér að lifa skemmti­legu, ham­ingju­ríku lífi á ný, en það sé mik­il­vægt. „Hver sá sem hef­ur misst ein­hvern vinn­ur öt­ul­lega að því að viðhalda þeirri minn­ingu á já­kvæðan hátt,“ seg­ir hún.

Fjöl­miðlar hafa sagt frá því að Williams hafi háð erfiða bar­áttu við þung­lyndi þegar hann lést. Dótt­ir hans, sem er 25 ára göm­ul, seg­ir marga finna fyr­ir því að hann sé far­inn.

„Sú hlið hans sem fólk þekkti og unni... eru þær per­són­ur sem hann hafði svo gam­an af því að vera,“ seg­ir Zelda. „Ég held að það sé það sem marg­ir munu minn­ast. Það mun ekki hverfa. Þeir þekktu pabba eins og hann var stolt­ur af því að vera þekkt­ur. Hlát­ur var hon­um afar mik­il­væg­ur.“

Zelda seg­ir föður sinn hins veg­ar einnig hafa verið yf­ir­vegaðan, hlé­dræg­an og útaf fyr­ir sig. Hvað varðar henn­ar eig­in minn­ing­ar um leik­ar­ann ást­sæla, seg­ir hún þær in­dæl­ar og að hún kunni því vel að eiga þær fyr­ir sig.

Í viðtal­inu seg­ir Zelda frá því að skömmu eft­ir að faðir henn­ar lést, fékk hún sér tattú af kóli­brí­fugli. „Mér lík­ar við kóli­brí­fugla. Þeir eru skemmti­leg­ir og kvik­ir og furðuleg­ir. Það er erfitt að halda þeim á ein­um stað og pabbi var dá­lítið þannig,“ seg­ir hún.

BBC sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka