Tveir Íslendingar meðal þeirra heitustu

Tímaritið Elle hefur birt lista yfir 20 heitustu piparsveinana á Tinder, en athygli vekur að tveir Íslendingar eru á listanum. Eru það 29 ára gamli Þorsteinn Halldór Þorsteinsson og 32 ára gamli Sverrir Ingi Óskarsson. Báðir eru þeir frá Reykjavík. 

Frétt mbl.is: Heitasti gæinn á Tinder fer á Kalda

Tind­er er snjallsíma­for­rit sem geng­ur út á það að segja nei eða já við mynd­um af fólki í þeirri von að fá já til baka. Aðeins er hægt er að spjalla ef báðir aðilar hafa valið já.

For­ritið seg­ir notendum einnig hversu langt aðil­inn er frá þeim og hefur hingað til aðeins gefið upp fólk sem er í 60 kíló­metra radíus þá. Með nýjum breytingum í forritinu geta áskrifendur þó útvíkkað radíusinn og skoðað þá sem eru í öðrum löndum. Þetta gerðu álitsgjafar Elle tímaritsins og fundu þá 20 heitustu í heiminum.

Stefnu­móta­for­ritið er mjög vin­sælt víða um heim en allra mest notað í Bretlandi. Fjöldi Íslendinga notar forritið, og er það afar vinsælt meðal einhleypra hér á landi.

Hér má sjá lista Elle í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen