Frí meðferð í staðinn fyrir viðtal

Bobbi Kristina Brown og Nick Gordon.
Bobbi Kristina Brown og Nick Gordon. AFP

Þó það sé fagnaðarefni að Nick Gordon, kærasti Bobbi Kristina Brown, sé búinn að samþykkja að fara í meðferð, þá eru ekki allir ánægðir með hvaða leið hann fór að því að fara í meðferðina. Á þessum orðum hefst frétt Music Times um fullyrðingar systur Bobby Brown um að Nick Gordon sæti lögreglurannsókn vegna tilraunar til manndráps.

Gordon hótaði sjálfsmorði á Twitter í síðustu viku og í kjölfarið bauðst Dr. Phil til að hjálpa honum með fíknina. En það var ekki alveg ókeypis. Dr. Phil sendi Gordon í bestu meðferð sem hann fann en í staðinn þurfti Gordon að veita viðtal í sjónvarpsþætti Dr. Phil. Leoloah Brown, systir Bobby Brown sem er faðir Bobbi Brown, vonar að viðtalinu verði ekki sjónvarpað þann 11. mars þar sem verið er að rannsaka meinta morðtilraun hans.

Frétt mbl.is: Fullyrðir að Gordon sé undir rannsókn

Frænka Bobbi Kristina fullyrti í opnu bréfi til Dr. Phil að hann sætti lögreglurannsókn vegna gruns um morðtilraun.

„Nick Gordon sætir lögreglurannsókn vegna morðtilraunar gegn systur minni, Bobbi Kristina Brown. Við höfum sterk sönnunargögn. Þar til rannsókninni er lokið af hálfu yfirvalda, óska ég eftir því að hvorki þú né nokkur annar útvegi þessum einstakling vettvang til þess að snúa aðstæðum sér í hag. Ef Nick Gordon hefur ekki kjarkinn í að tala við bróður minn Bobby Brown og/eða lögreglu um hvað gerðist daginn sem frænka mín fannst í baðinu, þá á hann ekki skilið að hafa vettvang til að ræða við neinn af þínum gæðaflokki þar til rannsókninni hefur verið lokið, skrifaði Brown,“ skrifaði hún til Dr. Phil.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir