Fullyrðir að kærastinn sé undir rannsókn

Bobbi Kristina Brown ásamt unnusta sínum, Nick Gordon í byrjun …
Bobbi Kristina Brown ásamt unnusta sínum, Nick Gordon í byrjun janúar á þessu ári. EPA

Leolah Brown, systir Bobbi Kristina Brown, fullyrðir að Nick Gordon, kærasti Bobbi, sé undir rannsókn fyrir að hafa reynt að myrða kærustu sína. Þetta kemur fram í opnu bréfi hennar til Dr. Phil.

Bobbi hefur dvalið á sjúkrahúsi í Atlanta í Georgíu frá 31. janúar síðastliðinn, en eins og kunnugt er fannst hún meðvitundarlaus í baðkari á heimili þeirra Gordons og berst hún nú fyrir lífi sínu.

Töluverðir áverkar voru í kringum munn Bobbi og er þess vegna talið líklegt að ein­hver hafi unnið henni mein og komið henni svo fyr­ir í baðkar­inu. Fregn­ir hafa hermt að Gor­don liggi und­ir grun.

Leolah gagnrýnir jafnframt í bréfinu til Dr. Phil að hann skuli hafa boðið Gordon til að segja sína sögu í spjallþætti sínum. Hún segir það ekki viðeigandi á meðan aðild hans að mögulegri morðtilraun sé til rannsóknar.

Fregn­ir herma að Dr.Phil og Gor­don munu hitt­ast á næstu dög­um til að ræða sam­an og taka upp þátt­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar