Channig Tatum í nýrri Ghostbusters

Channing Tatum er sagður fara með aðalhlutverk í nýrri Ghostbusters.
Channing Tatum er sagður fara með aðalhlutverk í nýrri Ghostbusters. AFP

Bandaríski leikarinn Channing Tatum kemur til greina sem stjarna nýrrar Ghostbusters kvikmyndar sem kemur í kjölfar endurgerðar sem verður frumsýnd á næsta ári. 

Slúðurpressan vestanhafs greinir frá því að Sony Pictures vinni að gerð kvikmyndarinnar ásamt Ghost Corps, framleiðslufyrirtæki sem tengist upprunalega leikstjóra Ghostbusters, Ivan Reitman, sem og Dan Aykroyd, einum af handritshöfundum upprunalegu myndarinnar.

„Við viljum stækka Ghostbusters heiminn,“ sagði Reitman í samtali við Deadline. Hann vonar að tökur geti hafist næsta sumar og að myndin verði frumsýnd árið 2017. „Þetta er bara byrjunin á því sem ég vona að verði margar frábærar kvikmyndir,“ sagði Reitman.

Eftir að hafa legið í dvala í nokkur ár virðist sem svo að ævintýrið sé komið aftur af stað en á næsta ári verður fyrri endurgerðin, með þær Kristen Wiig og Melissa McCarthy í aðalhlutverkum, frumsýnd.  Reitman segir leikstjóra endurgerðarinnar, Paul Feig, vera með fjórar af fyndnustu konum heims í liðinu hjá sér og að fleiri óvæntir hlutir eigi eftir að koma í ljós.

Seinni kvikmyndin „er frábær hugmynd sem byggir á þeirri mynd,“ segir Reitman en Drew Pearce, handritshöfundur Iron Man 3, kemur að handritsskrifum og bræðurnir Joe og Anthony Russo eru sagðir leikstýra kvikmyndinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan