Clarkson gerir grín að brottvísuninni

Jeremy Clarkson var vikið úr starfi eftir að hann lenti …
Jeremy Clarkson var vikið úr starfi eftir að hann lenti í átökum við framleiðanda hjá BBC. AFP

Jeremy Clarkson, sem vikið var úr starfi sínu hjá BBC í dag, gerði grín að málinu á samfélagsmiðlinum Twitter fyrr í kvöld. Hófust samræður á milli hans, Richard Hammond, sem stjórnar Top Gear ásamt Clarkson og breska sjónvarpsmannsins James May. Stóra spurningin hjá þeim félögum er: Hvað verður eiginlega sýnt í sjónvarpinu á sunnudaginn í staðinn fyrir Top Gear?

James May byrjar umræðuna og leggur til bresku kvikmyndina 633 Squadron sem frumsýnd var árið 1964. Fékk hún misjafna dóma á sínum tíma en var þó kosin ein af hundrað bestu stríðsmyndum allra tíma. Segir myndin frá hersveit í seinni heimstyrjöld.

Clarkson þvertekur fyrir tillögu May og mælir frekar með kvikmyndinni Where Eagles Dare, en hún var frumsýnd árið 1968. Segir hún einnig frá hetjum seinni heimstyrjaldar og eru þeir Richard Burton og Clint Eastwood í aðalhlutverkum. Segir hann að hún sé mun betri en 633 Squadron.

Leggur Hammond þó frekar til að breski grínþátturinn Last of the Summer Wine verði sýndur í staðinn fyrir Top Gear. Segir þátturinn frá þremur eldri mönnum sem reyna að halda í æskuna með misjöfnum árangri. 

„Enginn mun sjá muninn,“ bætti Hammond við.

Þess má geta að myllumerkið #BringBackClarkson er í þriðja sæti yfir mest notaða merkið á Twitter í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar