Er ekki bitur yfir framhjáhaldinu

Söngkonan Shania Twain.
Söngkonan Shania Twain. AFP

Söngkonan Shania Twain kveðst  ekki vera bitur yfir því að eiginmaður hennar hélt framhjá henni með vinkonu hennar á sínum tíma. Twain var þó miður sín þegar hún komst að framhjáhaldinu sem átti sér stað fyrir sjö árum, söngkonan hefur nú jafnað sig.

Fyrrverandi eiginmaður Twain, Robert Lange, hélt fram hjá Twain fyrir sjö árum. Svo fór hann fram á skilnað við söngkonuna og hóf samband við vinkonu hennar, Marie-Anne Thiébaud. Twain er ekki bitur yfir málinu að eigin sögn en hún viðurkennir þó að hún vildi að hún hefði aldrei kynnst vinkonu sinni sem sveik hana. Þessu greindi hún frá í spjallþættinum Watch What Happens Live.

„Ég myndi segja: „Ég óska þess að ég hefði aldrei hitt þig“. En ég get ekki sagt að ég myndi breyta þessu ef ég gæti, ég tel að ég hafi lært mikið af þessu,“ sagði Twain aðspurð hvað hún myndi segja við fyrrverandi vinkonu sína ef hún rækist á hana í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar