Kýldi framleiðandann og kallaði „letingja“

Jeremy Clarkson.
Jeremy Clarkson. AFP

Vitni hafa stigið fram og sagt frá því sem fór á milli Jeremy Clarksons, þáttastjórnanda Top Gear, og framleiðanda þáttarins áður en Clarkson sló til hans, og varð fyrir vikið vísað tímabundið úr starfi.

Vitnið segir að Clarkson og framleiðandinn hafi rifist í hátt í 40 mínútur og Clarkson hafi ausið yfir hann fúkyrðum áður en hann kýldi hann í andlitið. Á Clarkson að hafa kallað framleiðandann meðal annars „írskan, latan hálfvita (e. lazy irish cunt).“ Rifrildið á að hafa byrjað eftir að Clarkson kvartaði yfir því að ekki væri á boðstólnum heit máltíð fyrir þáttastjórnendurna eftir að þeir komu heim af krá í nágrenninu. 

Annað vitni segist vera í uppnámi eftir að hafa séð hvernig Clarkson hegðaði sér. „Hvernig er hægt að vera svona vondur? Bæði var þetta gróft og svo stóð þetta yfir í langan tíma,“ segir vitnið í samtali við The Telegraph

Dagblaðið greinir einnig frá því að Clarkson á sjálfur að hafa farið til yfirmanna sinna á BBC og tilkynnt um eigin hegðun, til þess að yfirmennirnir fréttu þetta ekki frá öðrum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar