Clarkson: „Þetta eru nú meiri hálfvitarnir“

Jeremy Clarkson, þáttastjórnandi Top Gear.
Jeremy Clarkson, þáttastjórnandi Top Gear. Wikipedia

Jeremy Clarkson, hinn litríki þáttastjórnandi sjónvarpsþáttanna Top Gear á BBC, bölvaði stjórnendum stöðvarinnar í sand og ösku í vikunni þar sem hann var staddur á uppboði í Lundúnum. Clarkson var vikið tímabundið frá störfum eftir að hafa kýlt einn framleiðanda þáttanna eftir ósætti þeirra á milli.

„Þetta eru meiri hálfvitarnir,“ sagði Clarkson um stjórnendum BBC samkvæmt heimildum The Guardian. „Þeir voru með frábæran þátt í höndunum en eru nú búnir að eyðileggja hann,“ sagði Clarkson og bætti við að enn sé hætta á því að hann verði rekinn endanlega. Á uppboðinu stóð hann fyrir sölu á prufuakstri á Surrey-kappakstursbrautinni. Clarkson sagðist ætla að fara með í prufuaksturinn, en að það gæti orðið í síðasta skiptið sem hann heimsæki brautina. „Það verður örugglega þyngra en tárum tekur en fjandinn hafi það, ég verð að kíkja þangað einu sinni enn,“ sagði Clarkson. 

Sjá frétt mbl.is: „Ástandið slæmt en ekki svona slæmt“

Sjá frétt mbl.is: Kýldi framleiðandann og kallaði letingja

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir