Clarkson: „Þetta eru nú meiri hálfvitarnir“

Jeremy Clarkson, þáttastjórnandi Top Gear.
Jeremy Clarkson, þáttastjórnandi Top Gear. Wikipedia

Jeremy Clarkson, hinn litríki þáttastjórnandi sjónvarpsþáttanna Top Gear á BBC, bölvaði stjórnendum stöðvarinnar í sand og ösku í vikunni þar sem hann var staddur á uppboði í Lundúnum. Clarkson var vikið tímabundið frá störfum eftir að hafa kýlt einn framleiðanda þáttanna eftir ósætti þeirra á milli.

„Þetta eru meiri hálfvitarnir,“ sagði Clarkson um stjórnendum BBC samkvæmt heimildum The Guardian. „Þeir voru með frábæran þátt í höndunum en eru nú búnir að eyðileggja hann,“ sagði Clarkson og bætti við að enn sé hætta á því að hann verði rekinn endanlega. Á uppboðinu stóð hann fyrir sölu á prufuakstri á Surrey-kappakstursbrautinni. Clarkson sagðist ætla að fara með í prufuaksturinn, en að það gæti orðið í síðasta skiptið sem hann heimsæki brautina. „Það verður örugglega þyngra en tárum tekur en fjandinn hafi það, ég verð að kíkja þangað einu sinni enn,“ sagði Clarkson. 

Sjá frétt mbl.is: „Ástandið slæmt en ekki svona slæmt“

Sjá frétt mbl.is: Kýldi framleiðandann og kallaði letingja

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar