Milljón hefur skrifað undir

Jeremy Clarkson
Jeremy Clarkson AFP

Yfir ein milljón manna hefur ritað undir áskorun um að Jeremy Clarkson, sem nýlega var vikið frá störfum hjá BBC, fái starfið á nýjan leik.

Clarkson var nýlega vikið frá störfum sem stjórnanda Top Gear í óákveðinn tíma meðan verið er að rannsaka meint slagsmál hans við upptökustjóra hjá BBC. 

Að sögn breskra fjölmiðla er óvíst hvort haldið verður áfram að framleiða Top Gear-þættina. Þeir eru á meðal vinsælustu sjónvarpsþátta BBC. Áætlað er að á viku hverri horfi 350 milljónir manna í 170 löndum á þáttinn.

 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Clarkson lendir í vandræðum því honum höfðu áður verið settir úrslitakostir vegna ítrekaðra „agabrota“ og hótað brottrekstri ef hann bryti aftur af sér. Hann hefur meðal annars verið sakaður um kynþáttafordóma.

BBC hefur tekið þá þrjá þætti sem átti eftir að sýna af nýjustu þáttaröðinni af dagskrá, að því er segir frétt AFP. 

„Refsið Jeremy Clarkson eins og þið viljið en ekki taka Top Gear af dagskrá,“ Harry Cole, dagskrárgerðarmaður hjá Guido Fawkes.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson