Glímukappi fékk banvænt högg

Dauði mexíkóks fjölbragðaglímukappa, Hijo del Perro Aguayo, er nú til rannsóknar en hann lést í nótt í kjölfar höggs sem hann fékk í hringnum í Baja í Kaliforníu gærkvöldi. Saksóknari í Kaliforníu segir að andlát hans sé nú rannsakað og kannað hvort um manndráp sé að ræða.

Hijo del Perro Aguayo, sem hét réttu nafni Pedro Aguayo Ramirez, var að berjast við Oscar Gutierrez þegar slysið varð. Svo virðist sem hann hendist úr hringnum eftir bylmingshögg frá Gutierrez, sem keppir undir heitinu Rey Mysterio Jr. Það var ekki fyrr en tveimur mínútum síðar sem dómarar áttuðu sig á að ekki væri allt með felldu með Aguayo. Hann var fluttur á nærliggjandi sjúkrahús og lést í nótt. 

Samkvæmt frétt Independent hafði Aguayo, 35 ára, keppt í fjölbragðaglímu í tuttugu ár en hann er sonur Pedro „Perro“ Aguayo goðsagnar í heimi fjölbragðaglímunnar.

Myndskeiðið er sýnt á CNN

Mynd af fjölbragðaglímu en því miður er ekki mynd af …
Mynd af fjölbragðaglímu en því miður er ekki mynd af Pedro Aguayo Ramirez í myndabanka AFP. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach