Gregory Walcott er látinn

Gregory Walcott.
Gregory Walcott. Ljósmynd/ imdb.com

Leikarinn Gregory Walcott er látinn 87 ára að aldri. Walcott lést á föstudaginn, hann skilur eftir sig þrjú börn og nokkur barnabörn.

Walcott vann mikið með Clint Eastwood á ferli sínum, til dæmis við gerð þáttanna Rawhide og kvikmyndanna Joe Kidd, Thunderbolt and Lightfoot, The Eiger Sanction og Every Which Way But Loose. Walcott er þá einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í kvikmyndinni Plan 9 from Outer Space en sú mynd er gjarnan sögð vera versta kvikmynd allra tíma. Plan 9 kom út árið 1959 og fær svo mikið sem 4 í einkunn á imdb.com.

Walcott hefur ekki verið áberandi á hvíta tjaldinu á undanförnum áratugum en hans seinasta verkefni í kvikmyndabransanum var í tengslum við kvikmyndina Ed Wood sem kom út árið 1994 en Wood leikstýrði Plan 9.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan