Uppselt á Izzard á 5 mínútum

Eddie Izzard er væntanlegur til landsins næstu helgi.
Eddie Izzard er væntanlegur til landsins næstu helgi. Wikipedia

Miðasala á Eddie Izzard uppistandið næsta laugardag í Hörpu hófst með hvelli kl 10 í morgun. Allir fáanlegir miðar í Eldborg kláruðust svo til samstundis og 5 mínútum eftir að miðasala hófst var orðið uppselt á sýninguna.

Í fréttatilkynningu frá Senu segir að því miður sé ekki hægt að bæta við aukasýningu.

„Við þökkum gríðarlega góð viðbrögð við skyndilegri komu Eddie Izzard til landsins og ekki er langt í að við tilkynnum næsta grínista til landsins,“ segir í tilkynningu Senu.

Frétt mbl.is: Eddie Izzard væntanlegur til landsins

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar