Lögfræðingar eftirlifandi eiginkonu leikarans Robins Williams og barna hans koma fyrir dóm í dag í San Francisco. Fólkið deilir um eigur Williams en eiginkonan hefur sakað börnin um að taka hluti í eigu hans í leyfisleysi. Um er að ræða föt og aðra persónulega muni.
Eiginkonan bað dómara að meina börnunum aðgang að hlutum sem eru á heimili hennar sem hún deildi áður með eiginmanni sínum. Börnin þrjú, Zachary, Zelda og Cody, segja aftur á móti að eiginkonan sé að reyna að ræna þau eigum Robins, hlutum sem þau áttu að fá samkvæmt erfðaskrá.
Eiginkonan segir að þar sem Willams vildi að hún héldi áfram að búa á heimili þeirra í Tiburon sé eðlilegt að börn hans hafi aðeins átt að fá ákveðna hluti sem voru geymdir í annarri íbúð í hans eigu í Napa.