Vilja öll fá eigur Williams

Deilt er um hverjir eiga að fá persónulegar eigur leikarans …
Deilt er um hverjir eiga að fá persónulegar eigur leikarans í sinn hlut. AFP

Lög­fræðing­ar eft­ir­lif­andi eig­in­konu leik­ar­ans Robins Williams og barna hans koma fyr­ir dóm í dag í San Francisco. Fólkið deil­ir um eig­ur Williams en eig­in­kon­an hef­ur sakað börn­in um að taka hluti í eigu hans í leyf­is­leysi. Um er að ræða föt og aðra per­sónu­lega muni.

Eig­in­kon­an bað dóm­ara að meina börn­un­um aðgang að hlut­um sem eru á heim­ili henn­ar sem hún deildi áður með eig­in­manni sín­um. Börn­in þrjú, Zachary, Zelda og Cody, segja aft­ur á móti að eig­in­kon­an sé að reyna að ræna þau eig­um Robins, hlut­um sem þau áttu að fá sam­kvæmt erfðaskrá.

Eig­in­kon­an seg­ir að þar sem Willams vildi að hún héldi áfram að búa á heim­ili þeirra í Tiburon sé eðli­legt að börn hans hafi aðeins átt að fá ákveðna hluti sem voru geymd­ir í ann­arri íbúð í hans eigu í Napa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka