Ekkja leikarans Robin Williams og börn hans þrjú hafa samþykkt að ná samkomulagi um skiptingu eigna hans fyrir utan veggi réttarsalar líkt og allt stefndi í. Meðal hluta dánarbúsins sem þau deila um er Óskarsverðlaunastytta hans fyrir hlutverkið í Good Will Hunting árið 1998.
Dómari í San Francisco frestaði réttarhöldum í málinu í gær þangað til í júní en eiginkon Williams, Susan Schneider, hafði höfðað mál út af deilum við börn hans um eignir í dánarbúinu. Williams og Schneider höfðu verið gift í fimm ár er hann framdi sjálfsvíg í ágúst í fyrra, 63 ára að aldri.
Lögmaður Schneider, James Wagstaffe,segir að næstu tvær vikurnar muni hann eiga fundi með börnum hans þremur af tveimur fyrri hjónaböndum, Zelda, Zachary og Cody Williams, og reyna að ná samkomulagi við þau. Ef það tekst ekki verður fenginn sáttasemjari í málið.
Ef samkomulag næst ekki fyrir júní verður málið tekið fyrir opinberlega og fjölmiðlum leyft að fylgjast með deilunni inni í réttarsalnum. Tekist er á um allar eignir hans, allt frá því í æsku, af skrifstofu hans ofl. eða í raun alla þá hluti sem hann átti fyrir utan húsgögn sem Williams og eiginkona hans voru með í húsi sínu er hann lést.