Clarkson stjórnar leikjaþætti

Jeremy Clarkson mun birtast á BBC í maí.
Jeremy Clarkson mun birtast á BBC í maí. mbl.is/afp

Jeremy Clarkson, fyrrverandi stjórnanda Top Gear-þáttanna, hefur verið gefið leyfi til þess að stjórna leikjaþættinum Have I Got News For You á BBC. Aðeins er um mánuður síðan Clarkson var vikið úr starfi sem stjórnanda Top Gear eftir að hann réðst á framleiðandann Oisin Tymon.

Samkvæmt frétt Sky News sprakk vör Tymons í árásinni sem stóð yfir í um hálfa mínútu hinn 4. mars. Var Clarkson vikið úr starfi 10. mars og í kjölfarið tilkynnt að samningur BBC við hann yrði ekki endurnýjaður. Mun Clarkson hins vegar birtast í leikjaþættinum í næsta mánuði en hann hefur áður stjórnað þættinum.

Talskona BBC sagði í samtali við fjölmiðla að þó svo að samningurinn við Clarkson hefði ekki verið endurnýjaður þýddi það ekki að honum væri bannað að birtast á stöðinni.

Jimmy Mulville, sem starfar við framleiðslu leikjaþáttarins, sagði í síðasta mánuði að Clarkson væri „frábær þáttastjórnandi“.

„Kannski fáum við framleiðandann til þess að mæta svo hann geti kýlt Jeremy Clarkson í beinni útsendingu,“ grínaðist hann.

Er þó lítið vitað um næstu skref Clarksons fyrir utan leikjaþáttinn. Tilkynnti lögregla í North Yorkshire í gær að Clarkson yrði ekki kærður af lögreglu fyrir árásina gegn Tymon. Átti hún sér stað á hóteli á svæðinu. 

Í síðustu viku birtust fregnir þess efnis að Clarkson, ásamt samstarfsfélögum sínum úr Top Gear, Richard Hammond og James May, myndi birtast í þætti seinna á árinu. Mun hann þó ekki birtast á BBC og vera laus við öll merki sjónvarpsstöðvarinnar. Þátturinn á að heita Clarkson, Hammond and May Live.

Að mati sumra er það merki um það að mennirnir þrír muni halda samstarfi sínu áfram eftir að Clarkson yfirgefur BBC. Heimildarmenn segja þó að þátturinn sé aðeins gerður til þess að fullnægja þörfum aðdáenda Clarksons.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir