Clarkson verður ekki ákærður

Lögreglan hefur hætt rannsókn málsins.
Lögreglan hefur hætt rannsókn málsins. AFP

Breska lögreglan hefur lokið rannsókn á árás fyrrverandi þáttastjórnanda Top Gear, Jeremy Clarkson. Verður Clarkson ekki ákærður fyrir höggið sem hann gaf einum framleiðanda þáttanna eftir rifrildi þeirra í síðasta mánuði.

Að sögn BBC hefur lögreglan gefið þær upplýsingar að þeir sjái ekki ástæðu til þess að halda rannsókninni áfram. 

Rifrildið þeirra hófst eftir að Clarkson heimtaði heita máltíð að upptöknum loknum. Var Clarkson vikið úr starfi, fyrst tímabundið, en síðar fyrir fullt og allt.

Framleiðandinn hefur áður sagt að hann hafi ekki í hyggju að kæra Clarkson fyrir árásina.

Clarkson fékk í vikunni leyfi til þess að stjórna öðrum þætti hjá BBC, leikjaþættinum Have I got news for you. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka