Marilyn Manson var kýldur í andlitið

Söngvarinn Marilyn Manson lenti í slagsmálum um helgina.
Söngvarinn Marilyn Manson lenti í slagsmálum um helgina. FRED PROUSER

Tónlistarmaðurinn Marilyn Manson var kýldur í andlitið á sunnudaginn á veitingastaðnum Denny's í Kanada. Manson sat að snæðingi ásamt förðunarfræðingi sínum klukkan tvö um nótt þegar árásarmaðurinn veittist að þeim og gaf förðunarfræðingnum olnbogaskot í andlitið og réðst svo á Manson.

Samkvæmt heimildum TMZ lenti förðunarfæðingur Mansons í rifrildi við kvenkyns viðskiptavin Denny's. Bráðlega blandaði Manson sér í málið og þá reiddist kærasti konunnar og gaf förðunarfræðingnum olnbogaskot og kýldi svo Manson í andlitið.

Talsmaður Manson telur þó að árásin hafi verið tilefnislaus. Hann segir að Manson hafi í raun og veru leyft konunni að taka mynd af sér en þá mun kærastinn hafa reiðst. Talsmaður Mansons sagði einnig að árásarmaðurinn hefði haft í hótunum við Manson eftir atvikið.

Lögregla var kölluð á staðinn en enginn var handtekinn. Talsmaður Mansons greindi að lokum frá því í viðtali við TMZ að bæði söngvarinn og förðunarfræðingurinn ætluðu að leggja fram kæru á hendur árásarmanninum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup