10 frábærir felustaðir í IKEA

Enginn tekur eftir tánum ef teppið er litskrúðugt.
Enginn tekur eftir tánum ef teppið er litskrúðugt. mbl.is/Eggert

Þegar þetta er skrifað hafa um 1.200 manns boðað komu sína í feluleik sem mun fara fram í IKEA á laugardaginn. Feluleikurinn fer þannig fram að fólk skiptir sér upp í hópa þar sem einn eða tveir úr hópnum „er‘ann“ og hinir fela sig einhvers staðar í búðinni.

Eins og fram kom í fyrri frétt mbl.is um málið er feluleikurinn ekki skipulagður af IKEA sem hefur þó ákveðið að gefa leiknum blessun sína með nokkrum skilyrðum.

Stranglega bannað verður að fela sig á lagernum þar sem slíkt býður hættunni heim. Eins verður stranglega bannað að fela sig í eða við neyðarútganga eða  í kompum starfsfólks. Þá verður barnaveröldin Småland einnig lokuð felurum og þeir sem höfðu rennt hýru auga til boltalandsins geta gleymt slíkri gleði. Annars gildir almenn skynsemi og sá borgar sem brýtur.

Að þessu öllu sögðu er feluleikurinn að sjálfsögðu fullkomið tækifæri til að finna barnið í sér og eiga skemmtilega stund í fjölmennum hópi í einni stærstu verslun landsins. Mbl.is ákvað að taka forskot á sæluna og tók saman tíu (mis)góða felustaði í IKEA.

Ef ætlunin er að fela sig bakvið eldhússkápa er vissara …
Ef ætlunin er að fela sig bakvið eldhússkápa er vissara að athuga að þeir nái niður í gólf. mbl.is/Eggert
Ýmsar hirslur er að finna í IKEA sem gott er …
Ýmsar hirslur er að finna í IKEA sem gott er að geyma sig inn í en vissara er að athuga vandlega hvort þær beri mann áður en maður treður sér í þær. mbl.is/Eggert
Það er alltaf hægt að stóla á barnadeildina.
Það er alltaf hægt að stóla á barnadeildina. mbl.is/Eggert
Hér geta allir komið út úr skápnum aftur og aftur.
Hér geta allir komið út úr skápnum aftur og aftur. mbl.is/Eggert
Rúmin í IKEA eru mörg svo lág að ekki er …
Rúmin í IKEA eru mörg svo lág að ekki er hægðarleikur fyrir fullorðna að troða sér undir. Kojurnar reyndust hinsvegar góður kostur fyrir blaðamann mbl.is. mbl.is/Eggert
Mikið er af sturtuhengjum og gardínum í versluninni sem auðvelt …
Mikið er af sturtuhengjum og gardínum í versluninni sem auðvelt er að týnast í. mbl.is/Eggert
Maður hverfur inn í vegginn með þennan grjónapúða að vopni.
Maður hverfur inn í vegginn með þennan grjónapúða að vopni. mbl.is/Eggert
Blaðamaður mbl.is fellur sérlega vel inn í umhverfið í barnadeildinni.
Blaðamaður mbl.is fellur sérlega vel inn í umhverfið í barnadeildinni. mbl.is/Eggert
Hér sér blaðamaður ljósið.
Hér sér blaðamaður ljósið. mbl.is/Eggert
Ef allt annað bregst, má alltaf skella sér í dulargervi, …
Ef allt annað bregst, má alltaf skella sér í dulargervi, þó það geti þýtt augngotur annarra gesta IKEA. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir