Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir vann í kvöld heimakeppnina í Biggest Loser Ísland en úrslitakvöld keppninnar fer fram á Skjá Einum nú í kvöld. Heimakeppnin er flokkur þeirra sem sendir voru heim á meðan keppnin stóð yfir. Guðlaug sem er 29 ára gömul var 121,9 kíló þegar þættirnir hófust en er nú 77,5 kíló. Hefur hún því misst um 36% líkamsþyngdarinnar.
Sigurvegari keppninnar verður krýndur síðar í kvöld.