Stefán Sverrisson sigraði í The Biggest Loser Ísland í kvöld á Skjá Einum. Úrslitin voru kynnt í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Stefán var 153,1 kg þegar þátturinn hófst en er nú 93,7 kg. Alls missti því stefán 59,4 kg sem samsvara næstum 40% af líkamsþyngd sinni.
Stefán fagnaði gríðarlega þegar úrslitin voru tilkynnt, enda ljóst að hann hafði lagt gríðarlega hart að sér til þess að ná þessum árangri.
Stefán keppti til úrslita ásamt Júlíusi Ágústi Jóhannessyni og Karli Inga Björnssyni.
Sjá frétt mbl.is: Guðlaug vann heimakeppnina