Flugvél máluð í anda vélmennisins R2-D2 mun bráðlega hefja sig til flugs.
Það er japanska flugvélið All Nippon Airways sem á vélina sem er af tegundinni Boeing 787 Dreamliner.
Auk þess að vera máluð í einkennislitum R2-D2 stendur STAR WARS stórum stöfum á hliðum vélarinnar. Flugfélagið segir að flugvélin verði notuð við áætlunarflug síðar á árinu, áður en nýjasta Stjörnustríðskvikmyndin, The Force Awakens, verður frumsýnd.
Hér að neðan má sjá sýnishorn úr myndinni.
<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ngElkyQ6Rhs" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>