Bandaríski tónlistarmaðurinn Bobby Brown segir að dóttir hans, Bobbi Kristina Brown, sé vöknuð en tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan hún fannst meðvitundarlaus í baðkari.
„Bobbi er vakandi,“ segir hann í myndskeiði sem birt er á TMZ vefnum. Þegar hann lét orðin falla á tónleikum í Dallas seint í gærkvöldi varð allt vitlaust enda fjölmargir sem hafa fylgst með Bobbi Brown undanfarna mánuði.
Brown segir að hún horfi á hann en hún dvelur á endurhæfingarstöð. Hann minntist síðast á líðan hennar fyrir viku síðan og þá var hann alls ekki jafn bjartsýnn og nú.