Meistararnir snúa aftur

Liðsmenn Heiðarskóla ásamt fílustrumpi.
Liðsmenn Heiðarskóla ásamt fílustrumpi. Ljósmynd/ Skólahreysti

Heiðarskóli náði góðum og jöfnum árangri í öllum greinum undankeppninnar í Skólahreysti. Sterk hefð er fyrir þátttöku í keppninni innan skólans og er þar m.a. starfræktur sérstakur valáfangi í Skólahreysti. Suðurnesjaskólarnir eru allir afar sterkir og samkeppnin mikil, þá einna helst milli Heiðarskóla, Holtaskóla og Myllubakkaskóla.

Skólinn á að baki gríðarlega góðan árangur innan keppninnar og er þetta í áttunda skiptið sem hann kemst í úrslit. Lið skólans hafa tvisvar sigrað keppnina, árið 2010 og 2014 og eiga krakkarnir því titil að verja.

Katla Rún, annar hraðaþrautarkeppandi liðsins, er einmitt að taka þátt í annað skipti í keppninni og er hún reynslumesti liðsmaður Heiðarskóla. Hún á tvo bræður sem keppt hafa í keppninni og er því um sannkallað fjölskyldusport að ræða en Katla æfir jafnfram körfubolta. Með Kötlu í hraðaþrautinni er Arnór Breki Atlason. Hann æfir fótbolta og hefur mikinn áhuga á hlutum sem eru líkamlega krefjandi og ætti því að njóta sín vel í keppninni. Elma Rósný Arnarsdóttir keppir fyrir hönd skólans í armbeygjum og hreystigreip en hún æfði áður fimleika og Arnór Sveinsson tekur að sér upphífingar og dýfur. Arnór æfir körfubolta sem er hans helsta áhugamál en þess má geta að Skólahreysti er fjölskyldusport hjá Arnóri líkt og hjá Kötlu því systir hans hefur einnig verið keppandi.

Helena Ósk Jónsdóttir, þjálfari liðsins, segir undirbúning fyrir keppnina ganga vel. Liðið hittist reglulega í valtímum en á síðustu metrunum hafa krakkarnir einnig verið duglegir við að hittast utan þess tíma.

„Við leggjum auðvitað bara áherslu á að þau séu að gera sitt besta, séu tilbúin í keppnina og hafi gaman af,“ segir Helena um áherslur liðsins fyrir keppnina sem hefur, eins og áður segir, titil að verja.

„Ég held að pressan sé mest hjá þeim sjálfum, þau pressa á  að þau standi sig og verði á toppnum eða með toppliðunum.“

Helena segir innanskólakeppnina í kjölfar valáfangans fyrir áramót vera einn af hápunktum ársins. „Ég held að skemmtilegu augnablikin séu þar, þegar þau eru að bæta sig og sjá afrakstur erfiðisins.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar