„Við ætlum bara að vinna þetta“

Stuðningsmennirnir eru hinn helmingur liðsins að sögn þjálfara Lindaskóla.
Stuðningsmennirnir eru hinn helmingur liðsins að sögn þjálfara Lindaskóla. Ljósmynd/Skólahreysti

 Lindaskóli hefur tvívegis staðið uppi sem sigurvegari í Skólahreysti og vann sinn riðil í undanúrslitum þetta árið en þar komu saman skólar úr Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Álftanesi og af Kjalarnesi.

Skólinn teflir fram reynslumiklu liði að þessu sinni þar sem allir liðsmenn hafa komið að keppninni áður. Atli Þórður Jónsson er eini keppandi skólans sem ekki hefur tekið þátt sem aðalmaður áður en hann var varamaður liðsins í fyrra. Atli, sem keppir í hraðaþrautinni, æfir fimleika hjá Gerplu og hefur nokkrum sinnum orðið bikarmeisti rétt eins og liðsfélagi hans, Arnór Már Másson sem keppir í upphífingum og dýfum. Arnór tók þátt í Skólahreysti í fyrra og býr að sterku baklandi í systur sinni sem einnig hefur tekið þátt í keppnini. Þær Þórdís Alla Gauksdóttir og María Ómarsdóttir keppa fyrir hönd Lindaskóla í annað sinn, rétt eins og Arnór. Þórdís sem keppa mun í armbeygjum og hreystigreip æfir fimleika en er þó aðallega í ræktinni og segir hún útiveru sitt helsta áhugamál, enda sveitastelpa inn að beini. María æfir hinsvegar knattspyrnu með Breiðabliki og eiga fótboltinn og skíði hug hennar allan.

„Við erum með Hreystival í skólanum einu sinni í viku í 80 mínútur en svo hafa þau þurft að æfa sig sjálf,“ segir María Guðnadóttir, þjálfari liðsins. Hún segir góðan anda í hópnum og að  m.a. hafi nýlega verið tekið hugarflug (e. brainstorm) með stuðningsmönnum hópsins sem hún segir mikilvægan hluta af liðsheildinni. „Þetta er bar 50/50. Það er nauðsynlegt að hafa stemningu.“

Stemningin er greinilega allsráðandi því María bregst hvumsa við þegar blaðamaður spyr hverjar helstu áskoranir hópsins verði í keppninni. „Hvað meinarðu? Við ætlum bara að vinna þetta!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar