Keppa öll í fyrsta skipti

Liðsmenn Síðuskóla eru fullir eftirvæntingu fyrir úrslitunum.
Liðsmenn Síðuskóla eru fullir eftirvæntingu fyrir úrslitunum. ljósmynd/Skólahreysti

Síðuskóli á Akureyri hefur náð jöfnum og góðum árangri í öllum grein­um undan­keppn­inn­ar í Skóla­hreysti. Skólinn er sigurvegari í Akureyrarriðli þetta árið, og kemst því í þriðja sinn í úrslit.

Mikil hefð er fyrir Skólahreysti í Síðuskóla, og ríkir mikil samkeppni við Giljaskóla og aðra skóla á Akureyri. Allir fjórir keppendur skólans eru á yngra ári og keppa því í fyrsta skipti, en öll eru þau afar virk í íþróttum og æfa mikið. 

Snævar Atli Halldórsson, annar hraðaþraut­ar­kepp­andi liðsins, æfir sund og hefur mikinn áhuga á fótbolta og frjálsum íþróttum. Með Snævari í hraðaþrautinni er Hrund Nilima Birgisdóttir, en hún æfir einnig sund og hefur gaman af því að fylgjast með fótbolta. 

Ágústa Dröfn Pétursdóttir keppir fyrir hönd skólans í armbeygjum og hreystigreipi, en hún æfir fimleika og frjálsar íþróttir. Skólahreysti er sannkallað fjölskyldusport hjá Ágústu, en Auður systir hennar hefur líka tekið þátt í keppninni. Þá sér Elmar Blær Hlynsson um upphífingar og dýfur fyrir skólann, en hann æfir handbolta. Elmar hefur mikinn áhuga á íþróttum og ferðalögum, en veiðar eru einnig hans helsta áhugamál.

Elvar Sævarsson, þjálfari liðsins, hefur verið með frá upphafi en hann segir undirbúning ganga vel. „Það er stemning í hópnum og mikil spenna. Þau voru auðvitað að keppa í fyrsta skipti og það var svolítil pressa á þeim þar sem skólinn hefur komist í úrslit seinustu tvö ár, en þau stóðu sig vel og það er mikil gleði og spenna fyrir þessu öllu saman.“

Elvar segir liðið hittast tvisvar sinnum í viku í frímínútum og æfa sig, en svo hafi þau einnig verið samviskusöm við að mæta sjálf og þjálfa sig upp. Þá segir hann áherslurnar fyrst og fremst vera að hafa gaman að keppninni og að keppendurnir stressi sig ekki of mikið. Einnig sé einblínt á að þau passi sig að gera ekki mistök svo þau verði ekki dregin niður.

„Markmiðið í ár er þó fyrst og fremst að gera sitt besta og hafa gaman,“ segir Elvar. „Þetta smitast um skólann og það ríkir mikil stemning. Við þurfum náttúrulega að pakka saman í rútu og trilla suður með 50 til 60 hausa svo það er umstang í kringum þetta.“

Góður andi ríkir hjá liðinu.
Góður andi ríkir hjá liðinu. ljósmynd/Skólahreysti
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir