Í fyrsta skipti í úrslitum

Stuðningsmenn Hvergerðinga eru klárir í slaginn
Stuðningsmenn Hvergerðinga eru klárir í slaginn Ljósmynd/Skólahreysti

Grunnskólinn í Hveragerði vann Suðurlandsriðilinn í Skólahreysti og keppir því til úrslita í ár. Þetta er besti árangur skólans frá upphafi en hann hefur aldrei komist í úrslit áður.

Daníel Ísberg keppir í hraðaþrautinni. Þetta er annað ár Daníels í keppninni en hann æfir crossfit og er mikill íþróttamaður. Með Daníel í hraðaþrautinni er nýliðinn Gillý Ósk Gunnarsdóttir sem æfir fimleika, körfubolta og crossfit og hefur mikinn áhuga á íþróttum.

Dröfn Einarsdóttir etur kappi í armbeygjum og hreystigreip fyrir hönd Hvergerðinga. Þetta er önnur keppni Drafnar en hún æfir fimleika og eru þeir einnig helsta áhugamál hennar. Í upphífingum og dýfum keppir Matthías Abel Einarsson, sem er að keppa í sinni fyrstu Skólahreysti keppni. Hann, líkt og Daníel og Gillý, æfir crossfit og er það einnig helsta áhugamál Matthíasar. 

Karl Ágúst Hannibalsson, þjálfari liðsins, segir stemninguna í skólanum góða. „Ég finn mikinn mun frá fyrri árum. Áhuginn innan skólans hefur aukist og stemningin á síðasta móti var mjög góð og við fengum góðan stuðning frá öllum krökkunum,“ segir hann við blaðamann mbl.

Karl segir krakkana hafa verið duglega að æfa sig fyrir úrslitakvöldið. „Við æfum þrisvar í viku saman. Tökum stuttar og snarpar 20 mínútna æfingar á morgnana áður en krakkarnir fara í tíma.“ 

Hvergerðingar hafa, eins og áður kom fram, aldrei áður komist í úrslit. Bjuggust liðið og þjálfarinn við þessu? „Við erum búin að vera með góða uppbyggingu síðustu ár og þetta eru öflugir krakkar hjá okkur. Ég get sagt að við höfum búist við því að komast í úrslit þó það hafi kannski ekki alveg verið eftir bókinni.“ Karl segir krakkana ekki koma með nein sérstök markmið í úrslitin. „Miðað við úrslitin í undankeppninni verður svolítið á brattann að sækja hjá okkur. Við ætlum bara að njóta þess að vera þarna og gera okkar besta,“ sagði Karl Ágúst, þjálfari Hvergerðinga, að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar