Skólastjórinn bjargaði málunum

Keppendur Fellaskóla í Fellabæ gátu tekið þátt í Skólahreysti þökk …
Keppendur Fellaskóla í Fellabæ gátu tekið þátt í Skólahreysti þökk sé skólastjóranum. ljósmynd/Skólahreysti

Fellaskóli í Fellabæ komst í úrslit í Skólahreysti annað árið í röð þegar liðið vann Austurlandsriðilinn. Skólinn hafði þar betur gegn átta öðrum skólum, þar á meðal Egilsstaðaskóla sem hefur lengi sýnt harða samkeppni. Úrslitin komu þó verulega á óvart að sögn Óttars Guðlaugssonar, þjálfara liðsins, en hann segir það hafa verið ákveðinn sigur fyrir liðið að komast í úrslitin.

Mikael Arnarsson er annar hraðaþrautarkeppandi liðsins, en þetta er í annað skipti sem hann tekur þátt í keppninni. Síðast keppti hann fyrir hönd Hallormsstaðarskóla árið 2013. Hann æfir tækvondó, sem er jafnframt hans helsta áhugamál. Ásamt honum keppir fimleikamærin Salka Sif Þ. Hjarðar í hraðaþraut, en hún var varamaður í fyrra og keppir nú í fyrsta skipti sem aðalmaður.

Guðjón Ernir Hrafnkelsson keppir í upphífingum og dýfum fyrir hönd skólans og er þetta í fyrsta skipti sem hann keppir í Skólahreysti. Hann er þó vel kunnugur keppninni enda fylgdist hann vel með því þegar systir hans tók þátt í fyrra. Guðjón æfir knattspyrnu og er mikill íþróttamaður. Þá keppir Þórey Hjördís Einarsdóttir í arm­beygj­um og hreystigreipi, en hún æfir fimleika.

Óttar segir mikla spennu ríkja fyrir keppninni, og undirbúning ganga vel. „Við erum búin að vera að æfa saman tvisvar sinnum í viku en svo er valfrjálst hvernig keppendur mæta sjálfir. Við fáum að vera í þreksal á Egilsstöðum,“ útskýrir hann. Þá segir hann áherslur keppendanna aðallega vera að bæta sig frá því seinast, og keppa við sjálf sig.

Þá segir hann skólastjóra skólans eiga stærstan þátt í því að mögulegt var fyrir liðið að taka þátt í keppninni almennt, en hann safnaði styrkjum svo hægt væri að koma þeim suður. „Hann bjargaði því í raun að liðið gæti tekið þátt með því að taka það í sínar hendur að safna styrkjum. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ segir Óttar og bætir við: „og mjög spennt fyrir þessu öllu saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup