Fyrirsætan Cara Delevingne er í ástarsorg eftir að kærasta hennar, tónlistakonan St. Vincent, hætti með henni samkvæmt heimildum The Sun.
Fregnir herma að Delevingne og Vincent hafi byrjað saman í febrúar á þessu ári en hætt saman ekki alls fyrir löngu vegna annríkis. Þær höfðu hvorugar tíma fyrir ástarsamband.
Delevingne og Vincent mættu saman á tískusýningu Burberry í seinustu viku en þá mun sambandið hafa verið á endasprettinum. „Þetta var kannski skammlíft en hún var yfir sig hrifin af þessari stelpu. Þær náðu vel saman,“ sagði heimildamaður The Sun. „En Vincent fannst hún alltaf vera í öðru sæti, hún vildi eitthvað meira.“