Sigurhefð í Holtaskóla

Upphífingar geta tekið á
Upphífingar geta tekið á Ljósmynd/Skólahreysti

Holtaskóli sigraði sterkan Suðurnesjariðil í Skólahreysti og komst því í úrslit í ár. Hefðin innan skólans er mikil en hann hefur komist átta sinnum í úrslit, oftar en nokkur annar skóli. Einnig hefur Holtaskóli sigrað keppnina þrisvar í röð sem enginn annar skóli hefur afrekað. 

Þrír af fjórum keppendum skólans eru að taka þátt í Skólahreysti í fyrsta skipti. Þóranna Kika Hodges-Carr sprettir úr spori í hraðaþrautinni en hún er nýliði sem æfir körfubolta. Með henni í hraðaþrautinni keppir Eggert Gunnarsson. Hann tekur nú þátt í Skólahreysti í annað skipti en hann æfir fótbolta og er það einnig helsta áhugamál hans.

Katla Ketilsdóttir vindur sér í armbeygjur og hreystigreip en hún er að taka þátt í fyrsta sinn. Hún æfir fimleika en fimleikar og skíði eru hennar helstu áhugamál. Hafþór Logi Bjarnason stingur sér í dýfur og upphífingar en hann er líka að taka þátt í fyrsta sinn. Hann æfir fótbolta en fótbolti og líkamsrækt eru helstu áhugamál Hafþórs.

Einar Guðberg Einarsson, þjálfari krakkanna, hlær þegar blaðamaður mbl spyr hvort hann sé vel stemmdur fyrir úrslitunum. „Ég er vel stemmdur en þetta snýst ekkert um mig. Krakkarnir eru klárir. Reyndar eru búin að vera smá veikindi í liðinu en það ætti að verða í góðu lagi á morgun.“

Einar skellihlær aðspurður um það hvort það sé eitthvert leyndarmál á bak við góðan árangur skólans í Skólahreysti. „Það er nú ekkert leyndarmál að við erum með flotta krakka sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Mér finnst auðveldara að vinna með krökkum sem leggja aðeins meira á sig til að ná árangri.“

Í Holtaskóla er sérstakur valáfangi sem heitir Skólahreysti. „Þetta er nokkurs konar heilsurækt og krakkarnir geta æft sig í þrautum svipuðum og í Skólahreysti.“ Einari finnst Skólahreysti skemmtileg keppni og krakkarnir þjálfist mikið á að keppa fyrir framan troðfulla stúku. „Síðustu dagarnir fyrir keppni snúast aðallega um að róa krakkana. Þetta er samt dýrmæt reynsla og þau æfa sig rosalega á því að koma fram í svona miklum látum fyrir framan troðfulla stúku.“

Stuðningsmenn skólans munu ekki láta sig vanta annað kvöld og bíða spenntir eftir úrslitunum. „Við höfum alltaf farið með eina til tvær rútur af stuðningsmönnum og ég held að það sé engin breyting á því í ár. Skólastjórnendur og aðrir í skólanum eru allir mjög virkir og við fáum góðan stuðning frá stjórnendum og öllum innan skólans,“ sagði Einar Guðberg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar