Ætla að bæta árangurinn

Stuðningsmenn Breiðholtsskóla
Stuðningsmenn Breiðholtsskóla Ljósmynd/Skólahreysti

Breiðholtsskóli vann Reykjavíkurriðil eystri í Skólahreysti og komst þar með í úrslit í ár. Skólinn hefur einu sinni áður komist í úrslit en það var fyrir tveimur árum og hafnaði hann þá í öðru sæti.

Eyrún Inga Sigurðardóttir spreytir sig á hraðaþrautinni en þetta er annað árið hennar í Skólahreysti. Hún æfir fimleika og var í unglingalandsliðinu í hópfimleikum á Evrópumeistaramótinu 2014, sem vann til bronsverðlauna. Með henni í hraðaþrautinni er nýliðinn Viktor Rafn Valdimarsson. Hann æfir körfubolta en bróðir hans tók þátt í fyrra.

Díana Sif etur kappi í armbeygjum og hreystigreip fyrir hönd Breiðhyltinga. Þetta er fyrsta keppni hennar sem aðalmaður en hún var varamaður í fyrra. Hún æfir handbolta og boot camp og segir helsta áhugamál sitt vera góða hreyfingu. Sveinn Brynjar Agnarsson vindur sér í upphífingar og dýfur. Hann er nýliði í Skólahreysti og æfir handbolta.

St. Bonnie Lúðvíksdóttir, er þjálfari liðsins og henni finnst stemningin í skólanum góð. „Við erum bara mjög spennt og allir hlakka mikið til að fara í Höllina, ég hugsa að það sé aðallega spenna,“ segir Bonnie í samtali við mbl.

Nemendur í skólanum eru vel með á nótunum og hópur fer úr skólanum til að hvetja sitt fólk. „Það fer rúta, ég held hátt í 90 manns fari með henni.“

Krakkarnir í liðinu eru allir á kafi í íþróttum og því þurfa þeir ekki neinar sérstakar æfingar fyrir keppni. „Þau æfa bara sínar íþróttar og æfa aukalega sjálf. Við reynum að æfa saman einu sinni í viku.“ Bonnie segir krakkana hafa markmið. „Þau ætla að bæta árangurinn sem þau náðu í riðlakeppninni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup