Ætla að bæta árangurinn

Stuðningsmenn Breiðholtsskóla
Stuðningsmenn Breiðholtsskóla Ljósmynd/Skólahreysti

Breiðholtsskóli vann Reykjavíkurriðil eystri í Skólahreysti og komst þar með í úrslit í ár. Skólinn hefur einu sinni áður komist í úrslit en það var fyrir tveimur árum og hafnaði hann þá í öðru sæti.

Eyrún Inga Sigurðardóttir spreytir sig á hraðaþrautinni en þetta er annað árið hennar í Skólahreysti. Hún æfir fimleika og var í unglingalandsliðinu í hópfimleikum á Evrópumeistaramótinu 2014, sem vann til bronsverðlauna. Með henni í hraðaþrautinni er nýliðinn Viktor Rafn Valdimarsson. Hann æfir körfubolta en bróðir hans tók þátt í fyrra.

Díana Sif etur kappi í armbeygjum og hreystigreip fyrir hönd Breiðhyltinga. Þetta er fyrsta keppni hennar sem aðalmaður en hún var varamaður í fyrra. Hún æfir handbolta og boot camp og segir helsta áhugamál sitt vera góða hreyfingu. Sveinn Brynjar Agnarsson vindur sér í upphífingar og dýfur. Hann er nýliði í Skólahreysti og æfir handbolta.

St. Bonnie Lúðvíksdóttir, er þjálfari liðsins og henni finnst stemningin í skólanum góð. „Við erum bara mjög spennt og allir hlakka mikið til að fara í Höllina, ég hugsa að það sé aðallega spenna,“ segir Bonnie í samtali við mbl.

Nemendur í skólanum eru vel með á nótunum og hópur fer úr skólanum til að hvetja sitt fólk. „Það fer rúta, ég held hátt í 90 manns fari með henni.“

Krakkarnir í liðinu eru allir á kafi í íþróttum og því þurfa þeir ekki neinar sérstakar æfingar fyrir keppni. „Þau æfa bara sínar íþróttar og æfa aukalega sjálf. Við reynum að æfa saman einu sinni í viku.“ Bonnie segir krakkana hafa markmið. „Þau ætla að bæta árangurinn sem þau náðu í riðlakeppninni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup