Talaði opinskátt um eiturlyfjaneysluna

Gísli Pálmi á sviðinu.
Gísli Pálmi á sviðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Rapparinn Gísli Pálmi, sonur Sigurðar Gísla Pálmasonar oft kenndan við Hagkaup og Guðmundu Helen Þórisdóttur, talaði opinskátt um eiturlyfjaneyslu í viðtali við Óla Palla á Rás 2. Fyrsta plata hans kom út 16. apríl síðastliðinn. Á plötunni fer Gísli Pálmi ekki í felur með eigin eiturlyfjanotkun.

„Lyfjakassinn tæmdur / Klósett fullt af ælu / Átti lærdómsfulla æsku / Handjárn, kærur / Inní klefa læstur / Rændur í skjóli nætur / Held ekki reglu / Kann engar  reglur / Slæmar venjur, það eina sem við þekkjum / Hafnað og hent út með kæruleysi í hámarki“

Gísli Pálmi — úr laginu „Spilavíti“ 

„Þetta er heimur sem meðalmaðurinn verður ekki var við ... Þetta er veruleiki sem gamla kynslóðin þekkir ekki,“ segir Gísli Pálmi.  „En ég reyni að dempa hlutina aðeins niður, reyni að dulkóða þetta. Auðvitað kemur þetta gróft út, en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi í viðtali við Óla Palla.

„Það hefur enginn þorað að segja frá þessu,“ bætir hann við, og það má heyra á Gísla að hann hafi snúið blaðinu við. „Því miður fá þeir sem að eru í svona miklu rugli ekki að segja frá þessu. Strákarnir sem að ég rúllaði með á þessum tíma eru ekki að gera tónlist eins og ég. Það bara vill svo til að ég er góður í tónlist líka.“

Og hvar eru þessir félagar staddir í dag?

„Þeir eru flestir búnir að snúa sér við  eða  í fangelsi ... Það er það sem að breytti mér ... Þar gat ég róað mig niður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir