Finnur Atli og Helena trúlofuð

Helena Sverrisdóttir í landsleik.
Helena Sverrisdóttir í landsleik. mbl.is/Ómar

Finnur Atli Magnússon og Helena Sverrisdóttir, körfuboltapar, eru trúlofuð. Síðustu dagar hafa því svo sannarlega verið viðburðarríkir hjá þeim.

Finnur Atli varð Íslandsmeistari í körfuknattleik karla með KR síðastliðinn miðvikudag og Helena er að ganga í raðir Hauka, þar sem hún verður einnig aðstoðarþjálfari. Það var síðan í gær sem Finnur innsiglaði ástina hjá þessu mikla boltapari.

„Já, síðustu dagar hafa verið skemmtilegir,“ sagði Finnur Atli í samtali við mbl.is í morgun. Íslandsmeistaratitillinn hafi verið mjög skemmtilegur og gærdagurinn hafi verið afar ljúfur. „Það er ár síðan við byrjuðum saman og þetta var búið að vera í bígerð hjá mér í smá tíma.“

Hann sagði bónorðið sjálft hafa verið afar huggulegt. „Ég eldaði fyrir hana heima og svo bað ég hennar. Það var ekkert húllumhæ í kringum þetta, ég vildi bara gera þetta persónulegt,“ sagði nýtrúlofaður Finnur Atli Magnússon.

Finnur Atli í baráttu gegn Tindastól
Finnur Atli í baráttu gegn Tindastól mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup