Finnur Atli og Helena trúlofuð

Helena Sverrisdóttir í landsleik.
Helena Sverrisdóttir í landsleik. mbl.is/Ómar

Finnur Atli Magnússon og Helena Sverrisdóttir, körfuboltapar, eru trúlofuð. Síðustu dagar hafa því svo sannarlega verið viðburðarríkir hjá þeim.

Finnur Atli varð Íslandsmeistari í körfuknattleik karla með KR síðastliðinn miðvikudag og Helena er að ganga í raðir Hauka, þar sem hún verður einnig aðstoðarþjálfari. Það var síðan í gær sem Finnur innsiglaði ástina hjá þessu mikla boltapari.

„Já, síðustu dagar hafa verið skemmtilegir,“ sagði Finnur Atli í samtali við mbl.is í morgun. Íslandsmeistaratitillinn hafi verið mjög skemmtilegur og gærdagurinn hafi verið afar ljúfur. „Það er ár síðan við byrjuðum saman og þetta var búið að vera í bígerð hjá mér í smá tíma.“

Hann sagði bónorðið sjálft hafa verið afar huggulegt. „Ég eldaði fyrir hana heima og svo bað ég hennar. Það var ekkert húllumhæ í kringum þetta, ég vildi bara gera þetta persónulegt,“ sagði nýtrúlofaður Finnur Atli Magnússon.

Finnur Atli í baráttu gegn Tindastól
Finnur Atli í baráttu gegn Tindastól mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan