„Guð ræður þessu“

Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni Whitney Houston.
Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni Whitney Houston. PictureGroup / Rex Features

Bobbi Kristina Brown sýnir enn engin batamerki en rúmlega þrír mánuðir eru síðan hún fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu í Georgíu í Bandaríkjunum.

Amma Brown, Cissy Houston, sagði í viðtali við Entertainment Tonight að barnabarn hennar hefði ekki enn sýnt batamerki. „Hún er eins, hún sýnir engan bata. Hún er ekki farin, en þú veist, Guð ræður þessu. Ég er tilbúin fyrir hennar hönd, en ég stjórna engu. Það er hans starf. Það er hans yfirráðasvæði. Ég skil það,“ sagði Houston.

Það kom mörgum á óvart í síðasta mánuði þegar faðir Brown, Bobby Brown, sagði aðdáendum sínum á tónleikum að dóttir hans væri vakandi. Ef marka má orð ömmu Brown var Bobby Brown þá að segja ósatt.

Í viðtalinu við Entertainment Tonight segist Cissy Houston þó vera þakklát öllum þeim sem hafa beðið fyrir Brown. 

„Við förum á sjúkrahúsið á hverjum degi og biðjum. Ég tala við Krissi því hún getur enn heyrt og ég nudda hana og svona. Við tengdadóttir mín og sonur gerum það sem við getum gert. Við vitum ekki framhaldið, við getum ekkert gert því hann (Guð) stjórnar því. Við vitum ekkert um hans áætlanir.“

Móðir Brown, Whitney Houston, drukknaði í baðkari í febrúar 2012.

Frétt Sky News. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar