„Við höfum ekki staðið við loforðið“

Verkið var afhjúpað í dag.
Verkið var afhjúpað í dag. mbl.is/Eva Björk

„Ég er mjög ánægð með þetta verk,“ seg­ir Hanna Styrm­is­dótt­ir, list­rænn stjórn­andi Lista­hátíðar í Reykja­vík, um nýtt verk sem Gu­errilla Gir­ls unnu að beiðni hátíðar­inn­ar og af­hjúpað fyrr í dag, en verkið er staðsett á aust­ur­hlið Toll­húss­ins.

 „Verkið sam­an­stend­ur af spurn­ing­um á ensku og er sett upp eins og krossa­próf,“ seg­ir Hanna og minn­ir á að Gu­errilla Gir­ls kalli sig „sam­visku listheims­ins“ og beiti slá­andi töl­fræði og beitt­um húm­or til að af­hjúpa kerf­is­bundna mis­mun­un og spill­ingu í jafnt list­um og póli­tík.

Í verk­inu er ein­fald­lega spurt um mögu­leg­ar ástæður þess að 87% fjár­magns Kvik­mynda­miðstöðvar Íslands renni til karl­manna. Boðið er upp á þrjá svör­mögu­leika, a, b, og c, og í síðasta svar­mögu­leik­an­um stend­ur: Það er mis­mun­un (e. It´s discrim­inati­on). 

„Það skipt­ir miklu máli að fólk átti sig á því að verkið fel­ur ekki í sér árás á karl­kyns kvik­mynda­gerðar­menn. Þetta verk af­hjúp­ar þá staðreynd að við höf­um ekki staðið við lof­orðið sem við gáf­um okk­ur fyr­ir 100 árum um að lifa í rétt­látu þjóðfé­lagi þar sem all­ir hefðu jafn­an rétt. Við höf­um staðið al­veg sér­stak­lega illa við þetta lof­orð í kvik­mynda­gerð. Þetta verk fel­ur í sér hvatn­ingu um að gera bet­ur,“ seg­ir Hanna.

Verkið stend­ur til loka Lista­hátíðar í Reykja­vík 7. júní. Aðspurð seg­ir Hanna aldrei að vita nema það fái fram­halds­líf á er­lendri grundu. „Verkið er eign Gu­errilla Gir­ls og þær sýna um all­an heim. Þetta verk gæti ratað inn á sýn­ing­ar þeirra síðar meir,“ seg­ir Hanna að lok­um.

Hanna Styrmisdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík
Hanna Styrm­is­dótt­ir list­rænn stjórn­andi Lista­hátíðar í Reykja­vík mbl.is/​Rax
Eva Björk Ægis­dótt­ir
Eva Björk Ægis­dótt­ir
Verkið stendur til loka Listahátíðar í Reykjavík.
Verkið stend­ur til loka Lista­hátíðar í Reykja­vík. Eva Björk Ægis­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell