Hrútar sögð hjartnæm í Variety

Bandaríska menningartímaritið Variety fjallar í dag um nýjustu kvikmynd Gríms Hákonarsonar, sem nefnist Hrútar eða Rams á ensku. Fær myndin jákvæða umfjöllun og eru leikurum, náttúru landsins og dýrum hrósað.

Var kvikmyndin valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni Cannes kvikmyndahátíðarinnar sem fram fer dagana 13. til 24. maí. Um er að ræða heimsfrumsýningu myndarinnar en af um fjögur þúsund kvikmyndum sem sóttu um komust aðeins tuttugu að. Munu þær keppa um aðalverðlaunin „Prix Un Certain Regard.“

Segir meðal annars að kvikmyndin sé hjartnæm, fyndin og húmanístísk auk þess sem gagnrýnandi bendir sérstaklega á að einstök náttúra landsins setji svip sinn á myndina.

Hrútar fjallar um tvo bræður, sem eru sauðfjárbændur á sjötugsaldri, og búa þeir hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjár­stofn þeirra þykir einn sá besti á land­inu og eru þeir marg­verðlaunaðir fyr­ir hrút­ana sína. Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum grípur um sig mikil örvænting og ákveða yf­ir­völd að skera niður allt sauðfé. 

Standa bræðurnir því frammi fyrir því að missa það sem þeim er kær­ast, þ.e. sauðféð.

Frábærar viðtökur

Fyrir sýningu voru helstu aðstandendur myndarinnar, þeir Grímur Hákonarson handritshöfundur og leikstjóri, Grímar Jónsson framleiðandi og Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson aðalleikarar myndarinnar kallaðir upp á svið af Thierry Frémaux, listrænum stjórnanda hátíðarinnar. Thierry spurði Grím nokkurra vel valinna spurninga áður en sýning hófst í fullum sal.

Hlaut myndin frábærar viðtökur, í lok sýningar risu áhorfendur úr sætum sínum og uppskáru aðstandendur myndarinnar dynjandi lófatak. Á meðal áhorfenda var Isabella Rossellini, formaður dómnefndar Un Certain Regard keppninnar. Hrútar keppir við 19 aðrar kvikmyndir um Un Certain Regard Prix. Úrslitin verða kunngjörð á verðlaunahátíð þann 24. maí.

Einnig var viðstödd sýninguna Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Hrútar hefur hlotið talsverða umfjöllun í hinum virtu tímaritum Variety og Screen í aðdraganda sýningarinnar, auk þess sem bæði tímarit tóku viðtal við Grím leikstjóra af tilefninu. Þá hafa Variety og Screen nú þegar birt dóma sína um myndina, og eru þeir báðir afar lofsamlegir.

Dómar og viðtöl í heild sinni

Nálgast má umsögn Variety í heild sinni hér sem og fyrri umfjöllun mbl.is um myndina.

Viðtal Variety við Grím

Viðtal Screen við Grím

Kvikmyndadómur Screen

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir