„Þetta var mín eigin kjánalega sök“

Jeremy Clarkson.
Jeremy Clarkson. AFP

Jeremy Cl­ark­son, fyrr­ver­andi þátta­stjórn­andi Top Gear á BBC, segir að það hafi verið „sín eigin kjánalega sök“ að hann hafi verið rekinn. Clarkson var í viðtali í breska ríkisútvarpinu í morgun, en það er fyrsta viðtalið sem hann fer í eftir að hafa misst starfið.  

Clarkson sagði það hafa skilið eftir sig stórt skarð að yfirgefa þáttinn, og nú þurfi hann að fylla upp í það skarð. „Þátturinn var eins og barnið mitt. Ég elskaði hann. Ég vann að honum fram á nótt og passaði upp á hvert einasta smáatriði,“ sagði hann. „Svo ertu skyndilega beðinn um að gera það ekki lengur... Ég var mjög sorgmæddur.“

Tilkynnt var um það í mars sl. að samningur Clarksons yrði ekki endurnýjaður eftir að hann réðst á einn framleiðanda Top Gear, Oisin Tymon, á hóteli. Í skýrslu um málið kom fram að Cl­ark­son hafi ráðist að Tymon með sví­v­irðing­um og beitt hann of­beldi þannig að sá á and­liti fram­leiðand­ans. Framkvæmdastjóri BBC sagði Clarkson hafa farið yfir ákveðna línu og það gætu ekki gilt einar reglur fyrir einn og aðrar fyrir annan.

Nýtt verkefni tilkynnt í dag

Clarkson starfaði hjá BBC í 27 ár og segir það hafa verið mikil viðbrigði að hætta þar. Heimurinn sé breyttur frá því hann byrjaði að vinna þar. Nú hafi hann hins vegar verið duglegur að spila tennis og halda sjálfum sér uppteknum.

Síðar í dag mun Clarkson kynna nýtt verkefni með fyrrum samstarfsfélögum sínum Richard Hammond og James May. Segir hann það svipa mikið til Top Gear, en nú geti hann búið til sitt eigið efni án þess að BBC skipti sér að því.

Top Gear er einn vinsælasti sjónvarpsþáttur BBC, og yfir 350 milljón manns fylgjast með honum. Framleiðendur þáttarins hyggjast halda áfram að framleiða hann en með nýjum þáttastjórnendum. Clarkson segist þó ekki finna fyrir gremju gagnvart BBC. „Það er leiðinlegt fólk þarna en það er líka mikið af virkilega hæfileikaríku og flottu fólki. Ég mun aldrei kvarta undan því.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar