Nýr þáttastjórnandi í hverjum þætti?

Stjórnendur Top Gear á meðal allt lék í lyndi.
Stjórnendur Top Gear á meðal allt lék í lyndi.

Forsvarsmenn BBC velta nú fyrir sér að breyta fyrirkomulagi Top Gear á þann veg að nýr þáttastjórnandi stjórni hverjum þætti, líkt og tíðkast hefur með þáttinn Have I Got News For You. Þetta kemur fram á vef The Telegraph í dag.

Í kjölfar brottrekstrar þáttastjórnandans Jeremy Clarksons verður að gera breytingu á þáttunum og hefur fjölmiðillinn heimildir fyrir því að hinum tveimur þáttastjórnendunum hafi verið boðið ein milljón punda hvor til þess að halda áfram með þáttinn, þar sem óttast var að þeir myndu feta í fótsport Clarksons og hætta.

Talið er nær öruggt að einhver nýr muni bætast í hóp þáttastjórnenda en alls er óvíst hver það verður. Angela Rippon, sem var fyrsti þáttastjórnandi þáttanna þegar þeir hófu göngu sína árið 1977 hefur boðið fram starfskrafta sína. 

Aðrir líklegir þáttastjórnendur er taldir vera Philip Glenister úr þáttunum Life On Mars, Jodie Kidd - fyrirsæta og þáttastjórnandi Classic Car Show, Guy Martin - mótorhjólakappi og þáttastjórnandi, Dermot O'Leary - fyrrum þáttastjórnandi X Factor, Will Young - fyrrum sigurvegari Idol og loks David Hasselhoff - þarfnast vart kynningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar