Fékk að klára lokaþáttinn

Jeremy Clarkson mætti í höfuðstöðvar BBC til þess að ljúka …
Jeremy Clarkson mætti í höfuðstöðvar BBC til þess að ljúka við lokaþátt sinn. AFP

Jeremy Clarkson átti stutta endurkomu í höfuðstöðvar BBC í síðasta mánuði til þess að taka upp atriði fyrir þáttinn Top Gear. Hann stjórnaði þáttunum um árabil áður en hann var látinn fara fyrr á þessu ári fyrir að hafa slegið framleiðanda þáttanna eftir rifrildi.

Forsvarsmenn BBC staðfesta í samtali við Daily Mirror að Clarkson hafi mætt í höfuðstöðvarnar til þess að tala inn á nýjasta þáttinn. Um er að ræða lokaþátt Clarksons, sem inniheldur atriði sem tekin voru upp áður en hann var látinn fara. 

„Hann kom til okkar og las inn á einn þátt. Hann fékk ekki greitt fyrir þá vinnu. Þrátt fyrir að þetta hafi átt sér stað eftir að samningi hans var rift, þá er litið svo á að þessi vinna falli undir fyrri samning og ekki var ritað undir nýjan,“ segir talsmaður BBC.

Talið er að þátturinn verði lokaþáttur núverandi þáttaraðar sem er á sínu 22. sýningarári. Er hann á meðal vinsælustu þátta heims og er talið að um 350 milljónir fylgist með þeim í hverri viku.

Forsvarsmenn BBC hafa reynt að semja við hina þáttastjórnendurna, þá Richard Hammond og James May, um að halda áfram en ólíklegt er að það takist. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir