Charlize Theron og Sean Penn hætt saman

Sean Penn og Charlize Theron voru góðir vinir áður en …
Sean Penn og Charlize Theron voru góðir vinir áður en þau urðu par. AFP

Leikararnir Charlize Theron og Sean Penn eru hætt saman eftir tveggja ára ástarsamband. Þessu var greint frá á heimasíðu People.

Theron og Penn hafa verið óaðskiljanleg síðan þau byrjuðu saman en eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis því þau eru hætt saman að sögn heimildamanns People. Samkvæmt heimildamanninum búa þau Theron og Penn núna á sitthvoru heimilinu og hafa gert það í nokkrar vikur.

Þessar fréttir koma eflaust mörgum á óvart því Theron hrósaði Penn í bak og fyrir í viðtali við breska Elle sem kom út í seinasta mánuði. Þar kallaði hún hann ástina í lífi sínu.

Talsmenn þeirra Theron og Penn hafa ekki tjáð sig um sambandsslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir