Clarkson sagði BBC hafa boðið sér að snúa aftur

Jeremy Clarkson fyrrverandi þáttastjórnandi Top Gear.
Jeremy Clarkson fyrrverandi þáttastjórnandi Top Gear. AFP

Jeremy Clarkson, fyrrverandi þáttastjórnandi Top Gear, segir að sér hafi verið boðið að koma aftur til starfa í þættinum nokkrum dögum áður en breski sjónvarps- og útavarpsmaðurinn Chris Evans tók við stjórn.  

Í frétt Sky news um málið kemur fram að Clarkson hafi sagt í viðtali við The Sun að stjórnarmaður hjá BBC hafi boðið honum starfið aftur í síðustu viku áður en Evans var ráðinn.

Clarkson var rekinn fyrr á þessu ári fyrir að hafa slegið framleiðanda þáttanna eftir rifrildi. 

Hann hafnaði þó boðinu eftir allt sem gengið hefur á eftir að hann lét af störfum. „Eftir að hafa verið líkt við barnaníðinginn Jimmy Savile af starfsmönnum BBC er enginn möguleiki að ég hefji störf á ný,“ segir Clarkson í viðtali við The Sun.

Hann segir að það hafi aldrei komið til greina að hefja störf aftur jafnvel þó um milljón manns hafi skrifað undir áskorunina Bring back Clarkson. „Þessi áskorun þó var afar falleg og snerti mig djúpt.“ Þá óttast hann að ef hann myndi snúa aftur myndi öll athygli snúast að honum en ekki efni þáttarins og það sé ekki þannig sem hann vilji vinna.

Talsmenn BBC kannst ekki við málið

Talsmenn BBC neita því að Clarkson hafi verið boðinn nýr samningur en þakka honum fyrir vel unnin störf í gegnum árin.

Breski sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Chris Evans tók við þáttastjórnun síðastliðinn þriðjudag og er nú að halda áheyrnarprufur til að finna meðstjórnanda. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt þurfa að búa til stutt myndband og senda á heimasíðu sem birtist seinna í dag.

Þá hefur BBC einnig tilkynnt að James May sem stjórnaði þáttunum ásamt Clarkson muni hefja störf við nýjan þátt um bílaiðnaðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka