Nýjasta plata Taylor Swift, 1989, verður ekki aðgengileg í streymiþjónustu Apple sem kemur á markað í lok júní. Þetta staðfestir fulltrúi plötuútgefandans í samtali við BuzzFeed.
Plöturnar hennar hafa hingað til ekki verið aðgengilegar á Spotify, mörgum til mikils ama, en forsvarsmenn Apple gerðu heiðarlega tilraun til að fá hana til sín. Þessu hefur hún nú hafnað.
Með Apple Music ætlar raftækjarisinn Apple sér að fara í samkeppni við Spotify. Fyrir 10 dollara á mánuði geta tónlistarunnendur spilað úr stóri tónlistarsafni í gegnum tölvurnar sínar.