Áttan: Rændur í bílalúgu

Nýjasti þáttur Áttunnar og toppa þeir áttumenn sig algjörlega í fíflagangnum í þetta skiptið. 
Eins og í hverjum þætti þá fara þeir í  keppni. Keppnin að þessu sinni fellst í því að hanga sem lengst á vélnauti eða svokölluðu Rodeó nauti. Þessi keppni er vægast sagt spennandi og munar ekki miklu á drengjunum.
Sá sem tapar þessari keppni fær að sjálfsögðu refsingu og fór hún fram á Fjölnisvellinum á dögunum. Refsingin að þessu sinni er mögulega sú óþægilegasta hingað til.
Grallarahornið er á sínum stað og gera þeir félagar, Arnar og Ragnar, heiðarlega tilraun til þess að vera harðir. Þeir fara útum allan bæ og brjóta allar reglur í kringum sig. Eftir þennan þátt hyggjast þeir kalla hornið sitt Hrottahornið.

Bílalúgun er liður sem sá í gegn hjá þeim síðast og halda leikar áfram. Í þetta skipti fara þeir í bílalúgur og ræna því sem er verið að panta. Viðbrögð fólks eru mjög fyndin og skemmtileg í þessum lið.

Síðast enn ekki síst er túristun. Í þetta skipti gabba þeir augað á túristanum í miðbæ Reykjavíkur. Egill Ploder og Ragnar Jónsson, sem munu seint teljast líkir, fara í alveg eins föt og taka viðtal við túrista. Egill Ploder byrjar viðtalið svo kemur Arnar Þór Ólafsson og truflar túristana á meðan stekkur Egill bakvið hús og Ragnar er mættur. Það er alveg magnað að sjá hvernig túristarnir bregðast við þessu. Í þessum lið sanna Áttu-menn fyrir okkur að ekki er allt sem sýnist.

Stútfullur þáttur af mikilli skemmtun, gleði og vitleysu og þú mátt ekki láta þennan þátt framhjá þér fara.

Fylgist þið meira með þeim hér:

www.facebook.com/attanofficial

www.instagram.com/attan_official

Snapchat: ATTAN_OFFICIAL

Watchbox: #attan_offical

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan