Eins og mbl.is greindi frá í gærkvöldi var ráðist á tónlistarmanninn Bam Margera í fjölmiðlahúsnæðinu á Secret Solstice-hátíðinni seint í gærkvöldi.
Nú hefur birst myndband af slagsmálunum þar sem sjá má meðal annars rapparann Gísla Pálma veita honum högg. Margera virðist vankast við hamaganginn og fellur kylliflatur á leiðinni út áður en honum var hjálpað upp. Þá var búið að róa slagsmálin sem stóðu þó yfir í stuttan tíma.