Bam nennti ekki að bíða

Margera setti þessa mynd á Instagram síðu sína og benti …
Margera setti þessa mynd á Instagram síðu sína og benti umboðsmanninum Leon Hill á að „karma væri raunverulegt“ Ljósmynd/Instagram

Mál hjólabrettakappans og sjónvarpsmannsins Bams Margera er komið úr höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Margera mætti á lögreglustöðina við Hverfisgötu til að leggja fram kæru, en leiddist biðin eftir rannsóknarlögreglumanni að sögn Gunnars Hilmarssonar aðalvarðstjóra hjá LRH. „Hann hafði ekki þolinmæði í að bíða og fór bara,“ segir Gunnar. „Fyrst hann lagði ekki fram kæru er þessu lokið af okkar hálfu, við förum ekki að eltast við það.“ Gunnar bendir þó á að ekki sé útilokað að leggja fram kæru síðar, t.d. bréfleiðis.

Frétt mbl.is: Myndband af slagsmálum Gísla Pálma og Bam Margera

Myndband náðist af áflogum á Secret Solstice tónlistarhátíðinni í Laugardalnum í fyrradag, þar sem Margera fær verður fyrir höggi. Rapparinn Gísli Pálmi sést meðal annars taka þátt í slagsmálunum ásamt tónlistarmanninum Agli Ólafi Thorarensen. Þá setti Margera bæði mynd og myndband á Instagram síðu sína í dag þar sem hann sendir umboðsmanninum Leon Hill kaldar kveðjur, en áflogin eru talin hafa sprottið upp í tengslum við óuppgerðar sakir þeirra á milli.

Frétt mbl.is: „Karma er raunverulegt“

@rockpublicity

A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT

Hér að ofan má sjá myndband sem Margera birti á leið úr landi og sendir umboðsmanninum Hill kaldar kveðjur.

Óklárað áverkavottorð með nafni Margera fannst á jörðinni fyrir utan Leifsstöð síðdegis, en eins og mbl.is sagði frá fyrr í dag er hann nú farinn úr landi.

„Þetta lá bara þarna samanbrotið, eins og einhver hafi geymt það í vasa og síðan ákveðið að kasta því frá sér,“ segir Sigurður Benediktsson, sem fann vottorðið og birti mynd af því á Facebook síðu sinni. „Þetta er auðvitað allt á íslensku, hann hefur kannski ekki nennt að reyna að skilja það og fylla út.“

Nau nau nau, hvað haldiði að ég hafi fundið í götunni fyrir utan leifstöð í dag? Sýnist þetta vera ókláruð beiðni um á...

Posted by Sigurður Benediktsson on Monday, June 22, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir