Bam nennti ekki að bíða

Margera setti þessa mynd á Instagram síðu sína og benti …
Margera setti þessa mynd á Instagram síðu sína og benti umboðsmanninum Leon Hill á að „karma væri raunverulegt“ Ljósmynd/Instagram

Mál hjóla­bret­takapp­ans og sjón­varps­manns­ins Bams Mar­gera er komið úr hönd­um lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Mar­gera mætti á lög­reglu­stöðina við Hverf­is­götu til að leggja fram kæru, en leidd­ist biðin eft­ir rann­sókn­ar­lög­reglu­manni að sögn Gunn­ars Hilm­ars­son­ar aðal­varðstjóra hjá LRH. „Hann hafði ekki þol­in­mæði í að bíða og fór bara,“ seg­ir Gunn­ar. „Fyrst hann lagði ekki fram kæru er þessu lokið af okk­ar hálfu, við för­um ekki að elt­ast við það.“ Gunn­ar bend­ir þó á að ekki sé úti­lokað að leggja fram kæru síðar, t.d. bréf­leiðis.

Frétt mbl.is: Mynd­band af slags­mál­um Gísla Pálma og Bam Mar­gera

Mynd­band náðist af áflog­um á Secret Solstice tón­list­ar­hátíðinni í Laug­ar­daln­um í fyrra­dag, þar sem Mar­gera fær verður fyr­ir höggi. Rapp­ar­inn Gísli Pálmi sést meðal ann­ars taka þátt í slags­mál­un­um ásamt tón­list­ar­mann­in­um Agli Ólafi Thor­ar­en­sen. Þá setti Mar­gera bæði mynd og mynd­band á In­sta­gram síðu sína í dag þar sem hann send­ir umboðsmann­in­um Leon Hill kald­ar kveðjur, en áflog­in eru tal­in hafa sprottið upp í tengsl­um við óupp­gerðar sak­ir þeirra á milli.

Frétt mbl.is: „Karma er raun­veru­legt“

@rockpu­blicity

A vi­deo posted by Bam Mar­gera (@bam__mar­gera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT

Hér að ofan má sjá mynd­band sem Mar­gera birti á leið úr landi og send­ir umboðsmann­in­um Hill kald­ar kveðjur.

Óklárað áverka­vott­orð með nafni Mar­gera fannst á jörðinni fyr­ir utan Leifs­stöð síðdeg­is, en eins og mbl.is sagði frá fyrr í dag er hann nú far­inn úr landi.

„Þetta lá bara þarna sam­an­brotið, eins og ein­hver hafi geymt það í vasa og síðan ákveðið að kasta því frá sér,“ seg­ir Sig­urður Bene­dikts­son, sem fann vott­orðið og birti mynd af því á Face­book síðu sinni. „Þetta er auðvitað allt á ís­lensku, hann hef­ur kannski ekki nennt að reyna að skilja það og fylla út.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir