Hjólabrettakappinn og Jackass-stjarnan Bam Margera er á leið úr landi. Þetta kemur fram í tísti sem hann setti inn fyrir stuttu. Eins og mbl.is sagði frá í gær var ráðist á Margera á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal í fyrrakvöld, en rapparinn Gísli Pálmi var meðal þeirra sem komu að árásinni.
Bye bye Iceland! 🚁🚁📷📷 #dronie @ Ásvellir https://t.co/d0zGNg8biE
— Bam Margera (@BAM__MARGERA) June 22, 2015
Iceland Monitor hefur eftir heimildarmanni Vísis að áflogin tengist óuppgerðum sökum Margera og umboðsmannsins Leons Hill. Margera sendi Hill kaldar kveðjur á Instagram síðu sinni fyrr í dag þar sem sjá má mynd af honum með glóðurauga og meðfylgjandi texta um að „karma sé raunverulegt“.
<div> <div></div> </div><a href="https://instagram.com/p/4OpLqcSg8O/" target="_top">Karma is real, leon hill.</a>
A photo posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 3:54am PDT
Vísir hefur eftir Gunnari Hilmarssyni aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að kæra hafi verið lögð fram í málinu og Gísli Pálmi hafi jafnframt verið boðaður til yfirheyrslu.
Fréttir mbl.is:
Myndband af slagsmálum Gísla Pálma og Bam Margera á netinu