„Barinn af íslensku rappgengi“

Margera birti mynd af sér með glóðurauga og sagði umboðsmanninn …
Margera birti mynd af sér með glóðurauga og sagði umboðsmanninn Leon Hill vera á bak við áflog helgarinnar. Ljósmynd/Instagram

„Bam Margera var barinn til óbóta um helgina af íslenska rappgenginu Glacier Mafia“. Þannig hefst umfjöllun Vice um heimsókn hjólabrettakappans og sjónvarpsmannsins Bams Margera til landsins um helgina.

„Margera lenti í slagsmálum á Secret Solstice, hefðbundinni íslenskri hátíð þar sem allri dagskránni er frestað um klukkustund vegna þess eins að hamborgarinn hans Busta Rhymes er ekki nógu vel eldaður,“ segir í umfjölluninni, en rapparinn Rhymes var leynigestur á hátíðinni.

Þá er sagt frá hlut rapparans Gísla Pálma í málinu. „Glacier Mafia, undir stjórn milljónamæringsins og rapparans Gísla Pálma, sonar eins ríkasta manns Íslands, blandaðist inn í átökin,“ segir í greininni. Sagt er frá tengslum Margera við Ísland, en hann hefur eytt hér miklum tíma undanfarin ár ásamt eiginkonu sinni. Þau giftu sig hérlendis, eins og hann sagði frá í viðtali við Monitor um árið.

Frétt mbl.is: Heillaðist algjörlega af Skógarfossi

Síðan er vikið stuttlega að smæð höfuðborgarinnar. „Reykjavík er lítill bær, þar sem þú rekst á landsfræga tónlistarmenn á hverjum einasta bar og getur svo gott sem kysst börnin hennar Bjarkar góða nótt.“

Eins og mbl.is fjallaði um í gær lenti Margera í áflogum á laugardagskvöldi Secret Solstice hátíðarinnar í Laugardalnum. Gísli Pálmi var meðal þeirra sem komu að málinu auk tónlistarmannsins Egils Ólafs Thorarensen. Þá birti hann myndir á Instagram síðu sinni þar sem umboðsmanninum Leon Hill var send sneið og segir hann vera manninn á bak við árásina á sig.

Frétt mbl.is: „Karma er raunverulegt“

Margera gerði sér ferð á lögreglustöðina við Hverfisgötu til að leggja fram kæru fyrir líkamsárás, en nennti ekki að bíða eftir samtali við rannsóknarlögreglumann. Þá fannst samanbrotin beiðni um áverkavottorð með nafni Margera fyrir utan Leifsstöð síðdegis í gær.

Frétt mbl.is: Bam nennti ekki að bíða

Umfjöllun Vice

Bam Margera ásamt eiginkonu sinni Nicole Boyd Margera í viðtali …
Bam Margera ásamt eiginkonu sinni Nicole Boyd Margera í viðtali við Monitor fyrir brúðkaup sitt hérlendis árið 2013. mbl.is/Ómar
Rapparinn Gísli Pálmi er nefndur í greininni.
Rapparinn Gísli Pálmi er nefndur í greininni. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir