„Barinn af íslensku rappgengi“

Margera birti mynd af sér með glóðurauga og sagði umboðsmanninn …
Margera birti mynd af sér með glóðurauga og sagði umboðsmanninn Leon Hill vera á bak við áflog helgarinnar. Ljósmynd/Instagram

„Bam Mar­gera var bar­inn til óbóta um helg­ina af ís­lenska rapp­geng­inu Glacier Mafia“. Þannig hefst um­fjöll­un Vice um heim­sókn hjóla­bret­takapp­ans og sjón­varps­manns­ins Bams Mar­gera til lands­ins um helg­ina.

„Mar­gera lenti í slags­mál­um á Secret Solstice, hefðbund­inni ís­lenskri hátíð þar sem allri dag­skránni er frestað um klukku­stund vegna þess eins að ham­borg­ar­inn hans Busta Rhy­mes er ekki nógu vel eldaður,“ seg­ir í um­fjöll­un­inni, en rapp­ar­inn Rhy­mes var leynigest­ur á hátíðinni.

Þá er sagt frá hlut rapp­ar­ans Gísla Pálma í mál­inu. „Glacier Mafia, und­ir stjórn millj­óna­mær­ings­ins og rapp­ar­ans Gísla Pálma, son­ar eins rík­asta manns Íslands, blandaðist inn í átök­in,“ seg­ir í grein­inni. Sagt er frá tengsl­um Mar­gera við Ísland, en hann hef­ur eytt hér mikl­um tíma und­an­far­in ár ásamt eig­in­konu sinni. Þau giftu sig hér­lend­is, eins og hann sagði frá í viðtali við Monitor um árið.

Frétt mbl.is: Heillaðist al­gjör­lega af Skóg­ar­fossi

Síðan er vikið stutt­lega að smæð höfuðborg­ar­inn­ar. „Reykja­vík er lít­ill bær, þar sem þú rekst á lands­fræga tón­list­ar­menn á hverj­um ein­asta bar og get­ur svo gott sem kysst börn­in henn­ar Bjark­ar góða nótt.“

Eins og mbl.is fjallaði um í gær lenti Mar­gera í áflog­um á laug­ar­dags­kvöldi Secret Solstice hátíðar­inn­ar í Laug­ar­daln­um. Gísli Pálmi var meðal þeirra sem komu að mál­inu auk tón­list­ar­manns­ins Eg­ils Ólafs Thor­ar­en­sen. Þá birti hann mynd­ir á In­sta­gram síðu sinni þar sem umboðsmann­in­um Leon Hill var send sneið og seg­ir hann vera mann­inn á bak við árás­ina á sig.

Frétt mbl.is: „Karma er raun­veru­legt“

Mar­gera gerði sér ferð á lög­reglu­stöðina við Hverf­is­götu til að leggja fram kæru fyr­ir lík­ams­árás, en nennti ekki að bíða eft­ir sam­tali við rann­sókn­ar­lög­reglu­mann. Þá fannst sam­an­brot­in beiðni um áverka­vott­orð með nafni Mar­gera fyr­ir utan Leifs­stöð síðdeg­is í gær.

Frétt mbl.is: Bam nennti ekki að bíða

Um­fjöll­un Vice

Bam Margera ásamt eiginkonu sinni Nicole Boyd Margera í viðtali …
Bam Mar­gera ásamt eig­in­konu sinni Nicole Boyd Mar­gera í viðtali við Monitor fyr­ir brúðkaup sitt hér­lend­is árið 2013. mbl.is/Ó​mar
Rapparinn Gísli Pálmi er nefndur í greininni.
Rapp­ar­inn Gísli Pálmi er nefnd­ur í grein­inni. mbl.is/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Nýlegar rannsóknir sýna að vinamargt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini. Ekki óttast því þú hefur alla burði til þess að leysa málin sem fyrir liggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Nýlegar rannsóknir sýna að vinamargt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini. Ekki óttast því þú hefur alla burði til þess að leysa málin sem fyrir liggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir